Fara í efni
Íþróttir

Körfuboltalið Þórs er enn án sigurs

Ólafur Snær Eyjólfsson horfir á eftir boltanum þegar hann gerði þriggja stiga körfu seint í leiknum. Hilmar Smári Henningsson, sem lék með Þór um tíma fyrir nokkrum árum, til vinstri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar töpuðu fyrir Stjörnumönnum í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta, Subway deildinni, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lokatölur urðu 94:68, eftir að gestirnir höfðu þriggja stiga forystu í hálfleik, 37:34. Þórsliðið hefur þar með tapað fyrstu fjórum leikjunum í deildinni.

  • Skorið í hverjum leikfjórðungi: 21:18 – 13:19 – 34:37 –16:26 – 18:31 – 68:94

Stjörnumenn byrjuðu mun betur og náðu 11 stiga forystu þegar sex mínútur voru liðnar, 18:7, en síðustu fjórar mínútur leikhlutans voru hrein eign heimamanna; Þórsarar gerðu 14 stig í röð og komust yfir!

Gestirnir voru þremur stigum yfir eftir fyrri hálfleik en tóku svo öll völd í þeim seinni. Þeir tóku upp á því að hitta mjög vel og miklu máli skipti að breiddin er miklu meiri í leikmannahópi Stjörnunnar. Þórsarar voru án tveggja erlendra leikmanna af fjórum, Jordan Connors og Jonathan Lawton; þeir eru meiddir og á heimleið, eins og Akureyri.net greindi frá í dag.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins