Fara í efni
Fréttir

Hollvinir hafa gefið fyrir 65 milljónir á sléttu ári

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri gáfu nýlega gjörgæsludeild stofnunarinnar eitt hágjörgæslurúm, að verðmæti 8,5 milljónir króna. Myndin var tekin á gjörgæsludeildinni í gær þegar rúmið var formlega afhent  – þá var það reyndar í notkun en samtökin höfðu áður gefið rúmið sem fjórmenningarnir standa við.

Á myndinni eru, frá vinstri, Harpa Gylfadóttir og Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir, starfsmenn á gjörgæsludeild SAk, Jóhannes Gunnar Bjarnason, formaður Hollvina, og Hermann Haraldsson sem situr í stjórn Hollvina.

Jóhannes upplýsti við þetta tækifæri að Hollvinir hefðu á sléttu ári gefið stofnuninni tæki að andvirði 65 milljóna króna en milljónirnir væru alls 95 síðan í janúarbyrjun árið 2023.

Sigurlaug Brynja og Harpa sögðu nýja rúmið mjög fullkomið og gerði lífið léttara bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Til dæmis væri mögulegt að vigta sjúkling í rúminu og hægt að setja röntgenplötur inn í rúmið þannig að ekki þyrfti að færa viðkomandi sjúkling þegar hann þyrfti í myndatöku.