Fara í efni
Fréttir

Gefa tvær þvottavélar á speglunardeild SAk

Myndir: Skapti Hallgrímsson

Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri komu á dögunum færandi hendi með nýjar speglunarstæður á skurðstofur stofnunarinnar, eins og Akureyri.net greindi frá í síðustu viku. Þeir létu ekki þar við sitja heldur færðu speglunardeild einnig tvær nýjar þvottavélar. Þær taka við hlutverki eldri véla sem komnar voru til ára sinna og farnar að bila ítrekað. Starfsmenn segja mikilvægt að geta haldið úti ristil- og magaspeglunum með almennilegum þvottavélum fyrir tækin.

Á efri myndinni eru, frá vinstri, Jóhann Rúnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar Hollvina, Kristín Sigfúsdóttir, ritari, Jóhannes Gunnar Bjarnason, formaður, Dagbjört Jóhannesdóttir, aðstoðarmaður á göngudeild lyflækninga og Þórdís Rósa Sigurðardóttir deildarstjóri þar á bæ.

Myndatakan mátti ekki tefja vinnandi fólk! Elva Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, nær í nýþvegin tæki í þvottavélina góðuna á meðan fulltrúar Hollvina og SAk setja sig í stellingar.