Fara í efni
Umræðan

Hagsmunasamband stjórnenda

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum.

Nú á tímum er landslagið orðið annað. Flestir sem ég kannast við semja orðið sjálfir um eigin laun og fyrirtæki eru í stöðugri samkeppni um besta vinnuaflið. Það er vissulega kærkomin breyting frá því að vinna á strípuðum töxtum eins og tíðkaðist. Það tel ég vera breytingu til batnaðar að stór hluti vinnuaflsins skuli vera sjálfráður í eigin launamálum. Nýlega hóf ég störf hjá Sambandi stjórnendafélaga (STF) sem áður hét Verkstjórasamband Íslands. Það sem vekur athygli mína er að þegar maður ræðir verkalýðs- eða félagsstörf í dag við yngra fólk að þá ranghvolfir það augunum. En því miður er það þannig að þú tryggir ekki eftir á. Þó að stjórnendur standi einhvers staðar á milli fyrirtækis og almennra starfsmanna þá þarf stjórnandinn ekki að fyrirgera rétti sínum til að eiga rétt á sjúkradagpeningum og öðrum styrkjum sem undirmenn þeirra fá í sínum stéttarfélögum. Það er of dýru verði keypt.

En til að gera langa sögu stutta að þá er STF; samband stjórnendafélaga sem gætir hagsmuna félagsmanna í ellefu aðildarfélögum sambandsins um allt land. STF er einskonar regnhlífarsamband fyrir þessi ellefu aðildarfélög. Félagsmenn okkar eru aðallega fólk sem semur sjálft um sín eigin laun. Við höfum verkfallsrétt en höfum aldrei beitt honum. Við hjá STF gerum reglulega launakannanir sem styðja við kröfur félagsmanna varðandi laun þeirra eftir fagi. Þess má geta að við gerum kjarasamninga fyrir okkar félagsmenn. Eins höfum við aðstoðað félagsmenn við gerð ráðningarsamninga. Okkar sérstaða er gríðarsterkur sjúkrasjóður sem grípur félagsmanninn í veikindum sínum (launavernd) eða barns undir 18 ára. Við bjóðum upp á ríkulega styrki til menntunar og heilsu. Einnig bjóðum við upp á fín sumarhús víðs vegar um landið og leigu á hjólhýsum yfir sumartímann.

Ég er vandvirkur og varkár maður. Þegar ég tók við starfi kynningarfulltrúa STF vildi ég gera ánægjukönnun hjá okkar félagsmönnum til að vera þess viss að ég væri ekki að selja gallaða eða skemmda vöru. Við fengum til liðs við okkur margreynt ráðgjafafyrirtæki sem hefur gert mikið af könnunum fyrir helstu fyrirtæki landsins. Félagsmenn okkar voru spurðir um þjónustu STF; þjónustuveri, orlofskostum, sjúkrasjóði, stjórnendanámi og menntasjóði voru gefin einkunn. Einnig var spurt hversu líklegt eða ólíklegt væri að þú mæltir með STF við vin eða vinnufélaga (NPS kvarði). Niðurstöðurnar voru þessu ágæta ráðgjafafyrirtæki ráðgáta, því STF og aðildarfélög þess fengu svo góða einkunn í skoðanakönnuninni að það skákar bestu fyrirtækjum landsins. NPS kvarðinn er 200 stiga kvarði sem nær frá -100 stigum til 100 stiga. Meðaltalsskor fyrirtækja á Íslandi er -14 stig. Fremstu fyrirtæki heims eru með 50-70 stig í einkunn. En STF er að fá 48 stig sem er í raun 148 stig af 200 mögulegum. Það verður að teljast frábær einkunn.

Ég hef því í raun komist að því að ég er ekki að selja skemmda eða gallaða vöru heldur þvert á móti framúrskarandi afurð. Því vil ég hvetja alla þá sem vilja njóta góðrar þjónustu og kjara að skoða hvort aðild að stjórnendafélagi sé ekki rökrétt skref inn í þeirra framtíð. Þeir sem semja sjálfir um eigin laun, starfsfólk án mannaforráða í sértækum verkefnum eða stjórnendur (vaktstjóri, verslunarstjóri, bílstjóri, deildarstjóri, verkstjóri, tæknistjóri, mannauðsstjóri, liðsstjóri o.s.frv) eru gjaldgengir í stjórnendafélag. Viljir þú kanna málið betur bendi ég á stf.is eða að hafa samband við Berg félag stjórnenda á Akureyri, bergfs.is

Eyþór Óli Frímannsson er kynningar- og menntafulltrúi Sambands stjórnendafélaga.

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30