Fara í efni
Íþróttir

Meistaramót Akureyrar í frjálsíþróttum 1947

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – XXXIII

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, hið 98. í röðinni, stendur yfir á Þórsvellinum á Akureyri og því er tilvalið að gamla íþróttamyndin á Akureyri.net þessa helgina sé af frjálsíþróttafólki – eins og um síðustu helgi.

Þessi mynd er tekin á Meistaramóti Akureyrar árið 1947, að sögn Hreiðars heitins Jónssonar, hlaupara og þjálfara, sem liðsinnti ritstjóra Akureyri.net fyrir nokkrum árum við að nafngreina fólkið á myndinni.

Fremri röð frá vinstri: Ragnar Sigtryggsson (Gógó, fyrsti landsliðsmaður Akureyrar í knattspyrnu), Jón Haraldsson, Jóhann Ingimarsson (jafnan kallaður Nói í Valbjörk), Eggert Steinsen, Marteinn Friðriksson, fyrir framan hann er Halldóra Helgadóttir, þá kemur Rögnvaldur Gíslason, Halldór Helgason og lengst til hægri er Valdimar Jóhannsson (Valdi á Ými). 

Aftari röð frá vinstri: Þorvarður Áki Eiríksson, Bergur Eiríksson, Baldur Árnason, Geir Jónsson, Sigurður (sennilega Steindórsson) og Ófeigur Eiríksson. 

Eins og venjulega eru lesendur hvattir til þess að skoða myndina gaumgæfilega. Hafi einhver athugasemdir við nöfnin, eða lumi á skemmtilegum sögum úr frjálsíþróttaheiminum á þessum árum, má sá hinn gjarnan senda línu á netfangið skapti@akureyri og hjálpa þannig til við að skrásetja íþróttasögu Akureyrar.