Fara í efni
Pistlar

100 elstu hús Akureyrar

Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess, að ranglega var vitnað í heimild í síðasta pistli. Var þar vitnað í þá Hjörleif Stefánsson, Kjell H. Halvorssen og Magnús Skúlason sem höfunda efnis um Akureyri í bókinni Af norskum rótum, sem Mál og Menning gaf út 2003. Hið rétta er, að höfundar kaflans um Akureyri, sem vitnað er í, eru þau Finnur Birgisson og Hanna Rósa Sveinsdóttir. Hjörleifur, Kjell og Magnús eru hins vegar ritstjórar bókarinnar. Leiðréttist það hér með og beðist velvirðingar á þessu.

Í dag, 29. ágúst, eru liðin 160 ár frá stofnun Akureyrarkaupstaðar. Að því tilefni langaði greinarhöfund aðeins til að breyta til, birta einhvers konar afmælispistil. Niðurstaðan varð sú, að birta hér lista yfir 100 elstu hús Akureyrar. Eins og gengur og gerist, hafa þó nokkur þeirra húsa sem stóðu í hinum nýstofnaða Akureyrarkaupstað síðsumars 1862 horfið í tímans rás; þau verið rifin, brunnið eða ónýst af öðrum orsökum. Fjölmörg þeirra hafa þó varðveist; í bænum standa enn ríflega 20 hús sem eru eldri en kaupstaðurinn sjálfur. Elsta hús bæjarins, Laxdalshús, var orðið 67 ára þegar bærinn fékk núverandi kaupstaðarréttindi. Þessi skrif prýða myndir af þeim tveimur húsum, sem næst eru Akureyrarbæ í aldri. Það eru Gamla apótekið við Aðalstræti, byggt 1859 og Lögmannshlíðarkirkja sem byggð var 1860. Sú síðarnefnda tilheyrði að vísu Glæsibæjarhreppi í tæpa öld, en fram til 1955 náði lögsagnarumdæmi Akureyrarbæjar aðeins norður að Glerá.

Þessar upplýsingar hefur höfundur tekið saman, jafnhliða greinaskrifum á vefsíðu sína arnorbl.blog.is. Þar hefur sá sem þetta ritar fært, frá árinu 2009, inn söguágrip og myndir af húsum á Akureyri og greinarnar þar orðnar á níunda hundrað. Hér birtist listi yfir 102 elstu hús Akureyrar, sem uppistandandi eru á 160 ára afmælisári kaupstaðarins, 2022. Að sjálfsögðu eru tenglar á umfjallanir undirritaðs um húsin, en viðurkennast verður, að elstu greinarnar eru ansi veigalitlar og lítið kjöt á beinum í samanburði við það sem t.d. birst hefur hér. Hefur höfundur enda hafið endurritun pistla um þau hús, sem birtust á umræddri síðu í árdaga hennar. Hvers vegna þau eru 102 en ekki 100 skýrist einfaldlega af fjölda húsa sem byggð eru 1903; höfundur taldi ekki forsvaranlegt að undanskilja neitt þeirra eingöngu til þess að stemma fjöldann af í hundraðinu.

Lesendur eru beðnir þess lengstra orða, að taka þennan lista hvorki hátíðlega né bókstaflega eða sem einhverjum vísindalegum gögnum, heldur fyrst og fremst til glöggvunar og viðmiðunar. Og jafnvel til gamans. Á þessum lista eru auðvitað allir mögulegir fyrirvarar um byggingarár og mjög líklegt, að einhver hús vanti á hann. Í mörgum tilfellum ber heimildum ekki saman um byggingarár og stundum er hreinlega ekki vitað með vissu hvenær hús voru byggð. Þá ber að geta þess, að í þeim tilvikum þar sem heimildum ber ekki saman um byggingarár, sem hverfast um árið 1903, voru þau hús meðvitað látin njóta vafans á þann hátt, að eldra ártal gildi! Húsin raðast í aldursröð, þau elstu fyrst og séu mörg hús jafn gömul gildir stafrófs- og númeraröð. Vegna fyrrgreindra fyrirvara á byggingarárum er þessi röð ekki endilega kórrétt en það breytir í sjálfu sér ekki þeirri heildarmynd, að húsin á listanum eru í hópi 102 elstu húsa bæjarins. En látum nú staðar numið af öllum formálum og fyrirvörun; hér birtist listinn:

100 elstu hús Akureyrar

 

Hús

Byggingarár

   Hverfi

1

Hafnarstræti 11; Laxdalshús

1795

Innbær

2

Aðalstræti 14: Gamli spítalinn

1835

Innbær

3

Aðalstræti 44

1840

Innbær

4

Aðalstræti 52

1840

Innbær

5

Lækjargata 2a; Frökenarhús

1840

Innbær

6

Aðalstræti 66

1843

Innbær

7

Aðalstræti 66b

1845

Innbær

8

Aðalstræti 56 Minjasafnskirkjan

1846

Innbær

9

Aðalstræti 62

1846

Innbær

10

Eyrarlandsstofa (í Lystigarðinum)

1848

Brekka

11

Aðalstræti 46 ; Friðbjarnarhús

1849

Innbær

12

Aðalstræti 50

1849

Innbær

13

Aðalstræti 54; Nonnahús

1849

Innbær

14

Aðalstræti 2

1850

Innbær

15

Aðalstræti 6

1850

Innbær

16

Aðalstræti 40

1851

Innbær

17

Aðalstræti 42

1852

Innbær

18

Aðalstræti 32

1854

Innbær

19

Aðalstræti 74

1857

Innbær

20

Aðalstræti 4; Gamla Apótekið

1859

Innbær

21

Lögmannshlíðarkirkja

1860

(ofan við) Glerárþorp

22

Lækjargata 4

1870

Innbær

23

Lækjargata 2b

1871

Innbær

24

Strandgata 49; Gránufélagshúsin

1873

Oddeyrartangi

25

Lækjargata 11

1874

Innbær

26

Strandgata 27

1876

Oddeyri

27

Aðalstræti 34

1877

Innbær

28

Aðalstræti 36

1877

Innbær

29

Lækjargata 7

1877

Innbær

30

Fróðasund 10a (áður Norðurgata 7)

1877

Oddeyri

31

Lundargata 2

1879

Oddeyri

32

Lækjargata 18

1880

Innbær

33

Norðurgata11

1880

Oddeyri

34

Norðurgata 17; Steinhúsið

1880

Oddeyri

35

Hús Hákarla Jörundar

1885

Hrísey

36

Strandgata 17

1885

Oddeyri

37

Grundargata 3

1886

Oddeyri

38

Lækjargata 6

1886

Innbær

39

Norðurgata 13

1886

Oddeyri

40

Strandgata 19

1886

Oddeyri

41

Strandgata 21

1886

Oddeyri

42

Strandgata 35

1888

Oddeyri

43

Fróðasund 11 (áður Norðurgata 9)

1890

Oddeyri

44

Aðalstræti 38

1892

Innbær

45

Hafnarstræti 2

1892

Innbær

46

Lækjargata 2

1894

Innbær

47

Lækjargata 9a

1894

Innbær

48

Hafnarstræti 49

1895

Innbær

49

Lundargata 5

1895

Oddeyri

50

Lundargata 7

1895

Oddeyri

51

Lækjargata 9

1895

Innbær

52

Wathne hús

1895

Innbær/Oddeyrartangi

53

Aðalstræti 54b

1896

Innbær

54

Grundargata 5

1896

Oddeyri

55

Lundargata 9

1896

Oddeyri

56

Lækjargata 3

1896

Innbær

57

Aðalstræti 20

1897

Innbær

58

Lundargata 6

1897

Oddeyri

59

Norðurgata 2

1897

Oddeyri

60

Norðurgata 4

1897

Oddeyri

61

Ránargata 13 (áður Hafnarstræti 107)

1897

Oddeyri

62

Byggðavegur 142 (áður íbúðarhús á Gefjun)

1898

Brekka

63

Aðalstræti 13

1898

Innbær

64

Aðalstræti 22

1898

Innbær

65

Hafnarstræti 90

1898

Miðbær

66

Lundargata 8

1898

Oddeyri

67

Lundargata 11

1898

Oddeyri

68

Lundargata 13

1898

Oddeyri

69

Lundargata 15

1898

Oddeyri

70

Norðurgata 6

1898

Oddeyri

71

Aðalstræti 17

1899

Innbær

72

Spítalavegur 9

1899

Innbær

73

Aðalstræti 16

1900

Innbær

74

Glerárgata 1

1900

Oddeyri

75

Hafnarstræti 53; Gamli Barnaskólinn

1900

Innbær

76

Hafnarstræti 88

1900

Miðbær

77

Hafnarstræti 92

1900

Miðbær

78

Lækjargata 2b

1900

Innbær

79

Norðurgata 1

1900

Oddeyri

80

Brekkugata 1

1901

Miðbær

81

Hafnarstræti 63; Sjónarhæð

1901

Innbær

82

Strandgata 41

1901

Oddeyri

83

Aðalstræti 10

1902

Innbær

84

Brekkugata 5

1902

Miðbær

85

Grundargata 4

1902

Oddeyri

86

Hafnarstræti 18

1902

Innbær

87

Hvoll (Stafholt 10)

1902

Glerárþorp

88

Norðurgata 15

1902

Oddeyri

89

Aðalstræti 15

1903

Innbær

90

Aðalstræti 24

1903

Miðbær

91

Aðalstræti 63

1903

Innbær

92

Brekkugata 3

1903

Innbær

93

Brekkugata 7

1903

Miðbær

94

Grundargata 6

1903

Oddeyri

95

Hafnarstræti 3

1903

Innbær

96

Hafnarstræti 23

1903

Innbær

97

Hafnarstræti 41

1903

Innbær

98

Hafnarstræti 86

1903

Miðbær

99

Hríseyjargata 1

1903

Oddeyri

100

Spítalavegur 1

1903

Innbær

101

Spítalavegur 8

1903

Innbær

102

Sigurhæðir (Eyrarlandsvegur 3)

1903

Miðbær

 

Hvað sem líður áreiðanleika þessa lista má vinna úr honum ýmsar tölulegar upplýsingar, til gagns og gamans:

BYGGINGARTÍMABIL ELSTU HÚSA BÆJARINS

  • 2 hús eru byggð fyrir 1840
  • 11 hús eru byggð 1840-49
  • 7 hús eru byggð 1850-59
  • 1 hús eru byggð 1860-69
  • 10 hús eru byggð 1870-79
  • 11 hús eru byggð 1880-89
  • 30 hús eru byggð 1890-99
  • 30 af 102 elstu húsum Akureyrar eru byggð eftir 1900, nánar tiltekið 1900 til 1903.

Á Akureyri standa a.m.k. 72 hús sem byggð eru fyrir 1900.

Meðaltal byggingarára elstu húsa Akureyrar er um 1884 þannig að árið 2022 er meðalaldur 102 elstu húsa Akureyrar 138 ár.

Miðgildi byggingarára er 1895

Flest hús í árgangi eru hús byggð 1903, 14 hús. Þá eru 9 hús byggð 1898 og 7 byggð árið 1900. Þessar tölur segja ekki endilega til um það, hversu mikið byggt var á hverju tímabili fyrir sig, enda fjölmörg hús horfin frá þessum tíma. Vöxtur bæjarins tók hins vegar mikinn kipp síðustu tvo áratugi 19. aldar, og óhætt að álykta, að þessar tölur endurspegli það.

En víkjum nú að því, hvar elstu hús Akureyrar er að finna:

STAÐSETNING ELSTU HÚSA BÆJARINS

  • 52 af 102 elstu húsum Akureyrar standa í Innbænum.
  • 35 af 102 elstu húsum Akureyri standa á Oddeyri eða Oddeyrartanga (Wathnes hús telst til þeirra, enda þótt það hafi sl. 20 árin eða svo staðið á Krókeyri í Innbænum). Eitt þeirra stóð upprunalega í Miðbænum.
  • 10 af 102 elstu húsum Akureyrar standa í Miðbænum
  • 2 af 102 elstu húsum Akureyrar standa á Brekkunni. Hér er Spítalavegurinn flokkaður sem hluti Innbæjar. Ef við hins vegar flokkum hann sem Brekku, er fjöldinn aftur á móti 5 (fer þá úr 52 í 49 í Innbæ).
  • 2 af 102 elstu húsum Akureyrar standa í Glerárþorpi Elsta hús Akureyrar norðan Glerár, Lögmannshlíðarkirkja, stendur í Kræklingahlíð en Hvoll stendur í Glerárþorpi.
  • 1 (a.m.k.) af 102 elstu húsum Akureyrar stendur í Hrísey Hvað eyjarnar varðar, verður höfundur að viðurkenna nánast algjöra vanþekkingu. Elsta hús Grímseyjar, eftir hinn hörmulega bruna Miðgarðakirkju (1867-2021) haustið 2021, mun vera byggt 1905. Það er vel hugsanlegt, að í Hrísey séu fleiri hús sem byggð eru 1903 eða fyrr. Þar liggur e.t.v. helsti fyrirvari þessa ágæta lista, ásamt misræmis í byggingarárum.

Samkvæmt listanum standa 19 af 20 elstu húsum Akureyrar í Innbænum, undantekningin er Eyrarlandsstofa sem stendur á Brekkunni. Niðurstaða þessarar tölfræði er nokkurn vegin sú, að langflest elstu húsa bæjarins eru í Innbænum. Eru þau 52 eða ríflega helmingur þeirra 102 sem hér birtast, en verður tæplega helmingur, ef við skilgreinum Spítalaveg sem Brekku frekar en Innbæ. Það hverfi, þar sem næstflest elstu hús bæjarins standa er Oddeyrin, 35 af 102 eða tæplega 35%. Þannig má gera ráð fyrir, að 80-85% af 100 elstu húsum bæjarins standi í Innbænum eða á Oddeyri. Það rímar nokkurn vegin við þá staðreynd, að Innbærinn er elsta hverfi bæjarins og Oddeyrin það næstelsta.

Höfundur óskar Akureyrarkaupstað og Akureyringum öllum nær og fjær til hamingju með 160 ára afmælið.

(Myndin af Gamla Apótekinu er tekin 7. ágúst 2017 en myndin af Lögmannshlíðarkirkju 19. júní 2018).

Hið kvenlega og ljóðræna keisaratré

Sigurður Arnarson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 09:30

BRAVÓ BOLÉRO

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
26. nóvember 2024 | kl. 06:00

Tekið slátur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. nóvember 2024 | kl. 11:30

Hangið aftan í

Jóhann Árelíuz skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Lundargata 11

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 06:00

Get ég gert eitthvað fyrir þig?

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 12:00