Úrslit ráðast í ýmsum greinum í vikunni

Nokkrum bikurum verður lyft á næstu dögum, en spurning hve mörg Akureyrarlið munu fá að njóta sigurgleðinnar. Úrslitin munu ráðast í einvígi SA og Fjölnis í íshokkí kvenna, annaðhvort á þriðjudag eða fimmtudag. Þá á kvennalið Þórs möguleika á að komast í úrslitaleik VÍS-bikarsins í körfunni og bæði blaklið KA eru í góðri stöðu til að vinna deildarmeistaratitlana í blaki á laugardag.
MÁNUDAGUR - körfubolti
Lokaumferðin í 1. deild karla í körfuknattleik verður leikin í kvöld. Þórsarar sækja næstefsta lið deildarinnar, Ármann, heim. Nú þegar er ljóst að Þór endar í 6. sæti deildarinnar og mætir Fjölni í fyrstu umferð umspils um sæti í Bónusdeildinni.
- 1. deild karla í körfuknattleik
Laugardalshöll kl. 19:15
Ármann - Þór
- - -
ÞRIÐJUDAGUR - íshokkí og körfubolti
SA og Fjölnir mætast í fjórða leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí kvenna. SA verður að vinna leikinn til að tryggja sér oddaleik í einvíginu.
- Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil í íshokkí kvenna
Skautahöllin á Akureyri kl. 19:30
SA - Fjölnir
- - -
Annað árið í röð er kvennalið Þórs í körfuknattleik komið í undanúrslit bikarkeppninnar og annað árið í röð eru Grindvíkingar andstæðingarnir í undanúrslitunum. Í fyrra vann Þór með fjögurra stiga mun, 79-75.
- VÍS-bikar kvenna í körfuknattleik, undanúrslit
Smárinn í Kópavogi kl. 20
Grindavík - Þór
- - -
MIÐVIKUDAGUR - handbolti
Karlalið KA í handknattleik er í þeirri stöðu þegar tveimur umferðum er ólokið að geta komist í úrslitakeppnina, en hefur þó ekki endanlega forðast fall. HK er í 8. sætinu með 16 stig, þá kemur KA með 13 og síðan ÍR með 11 stig, Grótta tíu og Fjölnir átta.
- Olísdeild karla í handknattleik
KA-heimilið kl. 19:30
KA - FH
- - -
FIMMTUDAGUR - íshokkí?
Til þess að kvennalið SA eigi möguleika á Íslandsmeistaratitlinum verður liðið að vinna Fjölni í fjórða leik einvígisins á þriðjudag. Fari svo verður oddaleikur í Egilshöllinni á fimmtudag.
- - -
FÖSTUDAGUR - fótbolti?
Undanúrslit í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu eru á dagskrá á föstudag, en leikur Þórs/KA og FH hefur ekki verið staðfestur í mótakerfi KSÍ. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Breiðabliks og Vals og fer hann fram á föstudag.
- - -
LAUGARDAGUR - blak og kannski körfubolti
Það ræðst á laugardag hvort blakliðum KA tekst að vinna deildarmeistaratitlana, en bæði liðin eru í góðri stöðu. Karlaliðið með tveggja stiga forystu á Þrótt og kvennaliðið með eins stig forystu á Völsung.
- Unbroken-deild karla í blaki
KA-heimilið kl. 17
KA - Vestri - Unbroken-deild kvenna í blaki
KA-heimilið kl. 19:30
KA - Þróttur R.
- - -
SUNNUDAGUR - handbolti
KA/Þór kveður Grill 66 deildina í lokaumferðinni á sunnudag, en nokkuð er síðan liðið tryggði sér sigur í deildinni og sæti í Olísdeildinni á næsta tímabili.
- Grill 66 deild kvenna í handknattleik
KA-heimilið kl. 14
KA/Þór - Fram 2