Menning
Íslandsmeistari í 501 í pílukasti annað árið í röð

Þórsarinn Matthías Örn Friðriksson gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmótið í 501 í pílukasti á sannfærandi hátt í dag. Keppt var á pílustaðnum Bullseye í Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Matthías verður Íslandsmeistari í 501, sem er aðal leikurinn í pílukasti.
„Yfir daginn var Matti með 80 í meðaltal yfir alla leikina, 14x 180, tók út stóra fiskinn eða 170 útskot og megnið af úrslitaleiknum var hann með yfir 100 í meðaltal,“ á Facebook síðu píludeildar Þórs í kvöld.