Fara í efni
Menning

Fyrsta einbúakaffið í Akureyrarkirkju

Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson

Einbúakaffi verður haldið í fyrsta sinn í Akureyrarkirkju næsta fimmtudag, 15. febrúar, frá klukkan 17.00 til 19.00.

„Um er að ræða opið hús í safnaðarheimilinu fyrir alla sem búa einir og langar að hitta fólk og svala félagslegri þörf með því að taka í spil, tefla, vinna hannyrðir, greina ljóð, ræða bækur, trúmál eða þjóðmálin, segja skemmtisögur, drekka kaffi og narta í kleinur,“ segir í tilkynningu frá kirkjunni. „Síðar fáum við kannski gesti í heimsókn sem kenna slökun eða prjónaskap eða heimspeki en umfram allt er þetta hugsað fyrir alla sem búa einir en hafa gaman af fólki á öllum aldri, öllum kynjum í breidd hinnar guðdómlegu sköpunar. Á staðnum verða prestar kirkjunnar sem ísbrjótar samskiptanna, leiða spjall hér og þar um salinn og njóta þess að vera með.“