Fara í efni
Mannlíf

Ungir handboltadrengir í KA 1973 í Skemmunni

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – XLIII

Handboltavertíðin er nýhafin og í dag er á dagskrá fyrsti leikur karlaliðs KA í efstu deild Íslandsmótsins, Olís deildinni. KA mætir Gróttu á Seltjarnarnesi eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag.

Í tilefni dagsins varð meðfylgjandi mynd fyrir valinu sem gamla íþróttamyndin þessa vikuna; þetta er 3. flokkur KA í gömlu, góðu íþróttaskemmunni á Oddeyri árið 1973. Páll A. Pálsson tók myndina.

Einn þessar drengja gerði handboltann að ævistarfi og hefur verið í fremstu röð bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur einn Akureyringa verið kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna, var fádæma sigursæll þjálfari félagsliða og hefur síðustu misseri starfað sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Hér ræðir vitaskuld um Alfreð Gíslason sem er þriðji frá vinstri í aftari röð.

Aftari röð frá vinstri: Brynjólfur Markússon, þjálfari, Lárus Einarsson, Alfreð Gíslason, Sigurður Jónsson, Unnar Lárusson og Vilhelm Jónsson.

Fremri röð frá vinstri: Helgi Jónsson, Magnús Már Þorvaldsson, Jón Helgi Þórarinsson, Friðrik Sveinsson og Helgi Jóhannsson.