Rekaviðurinn endalausi – Tómas VII
Margir frægir lygalaupar hafa komið og farið í heim þennan. Í Grímsey bjó einn slíkur, Tómas Steinsson á Borgum (1769 - 1843). Tómas gefur kollegum sínum í uppspuna, á borð við Munchhausen barón og fleirum, ekkert eftir. Birtar eru nokkrar ótrúlegar sögur af Tómasi á Akureyri.net í vetur._ _ _
Ósjaldan fann Tómas nothæfan við og spýtnabrak, þegar hann reri til fiskjar á Íslandsmiðum. Einn daginn var hann að veiða hákarl norður í hafi, þegar hann sigldi fram á stóra spýtu sem maraði á haffletinum. Tómas greip til ára og ákvað að róa meðfram spýtunni til þess að sjá hversu stór hún væri, vegna þess að ekki sá hann fyrir endann á henni. Þegar hann hafði róið samfleytt í fjórar klukkustundir án þess að finna endann, tók hann upp sjálfskeiðung sinn og losaði flaska frá henni með þónokkru lagi. Flaskann hafði hann með til lands og sagt er að hann hafi byggt allan Borga-bæ úr honum, enda sagði Tómas að þetta hefði verið hin allra stærsta spýta sem hann hefði nokkru sinni séð.
- Sögurnar af Tómasi eru endurskráðar úr ýmsum heimildum. Helst ber að nefna Handrit Theódórs Friðrikssonar frá 1907, baksíðu Alþýðublaðsins 27.03.1966 og greininni „Gengið um Grímsey” úr sunnudagsblaði Tímans 26.07.1964. Báðar greinar lesnar á www.timarit.is.