Fara í efni
Mannlíf

Óðinn Svan opnar sig upp á gátt

Óðinn Svan Geirsson fer um víðan völl í opinskáu samtali þeirra Ásgeirs Ólafssonar Lie. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Óðinn Svan Geirsson hefur marga fjöruna sopið. Fjölmargir Akureyringar kannast við hann, til dæmis sem Óda í Bónus frá því hann var verslunarstjóri þar. Hann er í einlægu viðtali við Ásgeir Ólafsson Lie í hlaðvarpsþættinum 10 bestu – segir til dæmis frá því að hann hafi verið vanræktur sem barn, frá stelsýkinni og óheiðarleikanum og rifjar upp þegar hann var rekinn úr Bónus.

Ódi segir frá því þegar hús fjölskyldunnar brann og þau voru ein inni, fimm og sex ár syskinin. Hann tjáir sig um skömmina vegna þess að konan á neðri hæðinni brann á báðum höndum; Ódi lifði með skömminni þar til hann fór í dáleiðslu fyrir stuttu. Hann rifjar líka upp þegar hann ók á tvo með þeim afleiðingum að annar lést og hinn meiddist alvarlega.

Hann segir frá börnum sínum og þeirri erfiðu reynslu þegar yngstu dóttur þeirra Öldu Erlingsdóttur var hópnauðgað. Hann talar um alkóhólismann og konuna sem staðið hefur með honum í öllu.

Í þáttunum 10 bestu ræðir Ásgeir við fólk um ævi þess auk þess sem leikin eru 10 uppáhaldslög viðkomandi. Þættirnir eru orðnir rúmlega 50.

Heyrn er sannarlega sögu ríkari í tilfelli Óðins Svans Geirssonar.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.