10 bestu: María Ellingsen
María Ellingsen er gestur Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta þætti hlaðvarpsins 10 bestu.
„María segir okkur frá ferli sínum sem leikkona, höfundur og leikstjóri. Hún útskrifaðist úr leiklistarskóla í New York, flutti svo heim aftur þar sem hún landaði hlutverki í kvikmyndinni Foxtrot og fór svo þaðan til New York aftur,“ segir Ásgeir í kynningu þáttarins.
Í New York fór María í samstarf við umboðsmann sem sendi hana í prufur með góðum árangri og svo fór að María fluttist til Los Angeles. „170 þáttum í sápuóperunni Santa Barbara og þremur Hollywood myndum síðar flutti hún heim aftur.“
María er gift Christopher Lund ljósmyndara „og grunaði ekki að vera að gifta sig í annað sinn 55 ára gömul,“ segir Ásgeir
„Frábært spjall við Maríu Ellingsen sem tekur við lífinu eins og það kemur. þú getur fylgst með Maríu á www.mariaellingsen.is. Takk fyrir að hlusta!
Smellið hér til að hlusta á samtal Maríu og Ásgeirs