Fara í efni
Mannlíf

10 bestu: Birna Baldursdóttir

Birna Baldursdóttir er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta þætti hlaðvarpsraðarinnar 10 bestu. 

„Birna er mikil íþróttakona. Hún ólst upp á brekkunni og er ein þriggja systkina en þau voru fjögur. Hún segist hafa verið mikill gaur og upplýsir hver fyrsta ástin í lífi hennar var. Hann á að vita það en eftir þetta spjall þá veit hann það þar sem hún nafngreinir hann!“ segir Ásgeir í kynningu á þættinum.

„Birna missti bróður sinn þegar hún var rétt um tvítugt og hann tuttugu og eins árs. Hún deilir með okkur sorgarferlinu eftir að hann tók sitt eigið líf. Hvernig er að missa einhvern svo nákominn sér og læra að lifa með því?“

Lífið breyttist

Ásgeir nefnir að þann 6. ágúst 2023 hafi líf Birnu breyst, þegar hún lenti í alvarlegu rafskútuslysi og ekkert hafi verið vitað með framhaldið í dágóðan tíma. „Henni fannst eins og hún hefði eyðilagt líf sitt að taka skutluna undir áhrifum áfengis.“

Birna fer í gegnum íþróttaferilinn í samtalinu við Ásgeir en hún var afrekskona bæði í íshokkí og blaki. Þá fer hún yfir slysið „sem mótaði líf hennar upp á nýtt. Gaf henni annað tækifæri. Hún segist breytt eftir það en heldur eins og hún getur í Birnu sem er spontant, hress og segir oftar já en nei,“ segir Ásgeir í kynningunni.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn