Fara í efni
Mannlíf

Fjórir æskuvinir í jólaþætti „10 bestu“

Ásgeir Ólafsson birti jólaþátt 10 bestu á Spotify á dögunum. Venjulega ræðir Ásgeir við einn gest en í þessum þætti eru þeir hvorki fleiri né færri en fjórir; þar eru á ferð æskuvinir úr Glerárskóla, Davíð Rúnar Gunnarsson – Dabbi Rún, Sigurður Rúnar Marinósson – Siggi Rún, Haukur Grettisson og Pétur Guðjónsson.

Hver og einn mætti með þrjú uppáhalds jólalög og síðan sungu þeir inn jólin, að sögn Ásgeirs. Og þá „fengu að fjúka sögur af Frostrásinni, N3 og öllu hinu. Jólaminningarnar sem Haukur talaði um eiga eftir að sitja sem fastast í ykkur þegar þið rifjið upp þennan þátt næstu misserin. Hver þeirra er mesta jólabarnið? Hver hlustar ekki á jólalög? Hver elskar ennþá Snjókorn falla og hverjum þykir Strumparnir sigla undir radarinn með of litla spilun hver ár?“ segir í kynningu.

„Þessi þáttur er bara stuð sem kreistir fram jólaandann hjá hverjum hlustanda. Þeir hafa löngu sannað að þeir eru frábærir hver og einn en þá sérstaklega allir fjórir komnir saman,“ segir Ásgeir.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.