Fara í efni
Mannlíf

Ég er mikið jólabarn og hef alltaf verið

Myndina af Kristjáni tók Þórhallur Jónsson á jólatónleikunum Heima um jólin í Hofi á dögunum.

JÓLALAGIÐ MITT

Kristján Jóhannsson óperusöngvari

„Ég er mikið jólabarn og hef alltaf verið. Ég byrjaði ungur að syngja sem jólasveinn með pabba gamla á svölum KEA hússins við Hafnarstræti. Mér finnst Heims um ból alltaf mjög fallegt en ætla hins vegar að nefna Panis Angelicus eftir César Franck.“

Smellið hér til þess að hlýða á Kristján flytja Panis Angelicus ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hallgrímskirkju, undir stjórn Rico Saccani.

„Þetta er mjög fallegur flutningur þótt ég segi sjálfur frá,“ segir Kristján við Akureyri.net.

GLEÐILEG JÓL!