10 bestu: Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Sigurbjörn Árni Arngrímsson er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta hlaðvarpsþættinum 10 bestu þar sem Sigurbjörn segir frá sjálfum sér og spiluð eru 10 uppáhaldslög hans.
„Sigurbjörn Árni bjó í Bandaríkjunum í 10 ár og var meðal annars boðin vinna hjá NIKE, í virtum háskóla og hjá hernum. Hann býr nú á Laugum og er þar skólameistari. Hann á yfir 40 Íslandsmeistaratitla úr hlaupagreinum en segir sig samt vera bara aðeins ágætan hlaupara. En segist ekki vera hógvær,“ segir Ásgeir meðal annars í kynningu á þættinum.
„Hann gerði svokallaða ,,hitarannsókn" í Bandaríkjunum sem notuð er um allan heim hjá afreksfólki og nú síðast á Ólympíuleikunum árið 2021 og hefur skilað af sér milli 30 og 40 rannsóknum. Hann segist vera virkur og konan hans segir hann vera annaðhvort ON eða OFF. Hann segir okkur alla söguna. Fjölskyldan, vinnan, lífið, vinirnir, menntunin og Laugar. Sigurbjörn berst nú við krabbamein sem við töluðum um.“
Ásgeir segir jafnframt: „Kynntust betur þessum einstaklega gefandi manni. Hér kemur fram ýmislegt sem þú vissir ekki um Sigurbjörn, sem og hans 10 uppáhaldslög.
Þetta gefandi spjall við manninn sem breytti umhverfi frjálsra íþrótta í sjónvarpi til framtíðar á Íslandi og það alveg óvart, er viðtal sem ég skora á þig að hlusta á frá byrjun til enda.“
Smellið hér til að hlusta á þáttinn