10 bestu: Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir
Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir frá Grenivík er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta hlaðvarpsþættinum 10 bestu. Birna stundar tónlistarnám í þeim þekkta Berklee háskóla og komst á forsetalista eftir fyrstu önn sína í skólanum í vetur; fékk sem sagt hæstu einkunn, A, í öllum áföngum.
„Megnið af þættinum fjallar um það hvernig lítil stelpa sem elst upp í smábæ ákveður að „fresta alsælunni“ eins og hún orðar það svo skemmtilega, eða leggja til hliðar og fórna fyrir þann stað sem hún er komin á í dag,“ segir Ásgeir í kynningu þáttarins.
„En ... ég segi sjálfur eftir að hafa hlustað á hana tala í þessa tvo tíma að þetta sé SKYLDUÁHLUSTUN fyrir hvern þann sem þarf á drifkrafti að halda í því sem hann eða hún er að taka sér fyrir hendur og langar að bæta. Þetta er þáttur þar sem foreldrar ættu að setjast niður með börnum sínum og hlusta á hana tala. Þú verður ekki svikinn af þessum þætti sem er bæði fullur af fróðleik og skemmun ásamt því að þú gætir tekið eitthvað með þér inn í líf þitt.
Þetta er þannig þáttur.“
Smellið hér til að hlusta á þáttinn.