Fara í efni
Íþróttir

Tvö gull og eitt silfur í bikarkeppninni

Bikarmeistaraliðin tvö, strákar og stelpur á yngra ári fimmta flokks, ásamt þjálfurum sínum.

Akureyringar eignuðust tvo bikarmeistara í handbolta um síðustu helgi. KA-strákar á yngri ári í 5. aldursflokki og stelpur í KA/Þór í sama aldursflokki fögnuðu sigri í úrslitaleik, í báðum tilfellum gegn Val.

Hefð er fyrir því að bikarúrslit í yngri flokkum ráðast sömu helgi og úrslitaleikir í meistaraflokki fara fram og á sama stað. Bikarhelgin fór fram á heimavelli Hauka, og þar fengu Akureyringarnar unu því gullið – auk þess sem stelpur í 3. aldursflokki í KA/Þór fengu silfur; töpuðu úrslitaleiknum fyrir Val.

Vert er að 17 af 20 leikmönnum liðanna tveggja sem urðu bikarmeistarar eru í sama bekk í Lundarskóla. Lygileg staðreynd!

Bikarmeistarar yngra árs 5. flokks. Aftari röð frá vinstri: Sigþór Árni Heimisson, Andri Stefán Haddsson, Kristinn Hreinsson, Jóhann Óli Helgason, Hermann Hrafn Guðlaugsson, Andri Snær Stefánsson. Fremri röð frá vinstri: Fannar Helgi Kristinsson, Atli Hrafn Hlynsson, Jaki Ragnarsson og Sölvi Snær Andrason.

Strákarnir á yngra ári 5. flokks unnu glæsilegan 22:15 sigur á liði Vals í úrslitaleik en staðan var 13:8 fyrir KA í hálfleik. „Sigurinn var í raun aldrei í hættu og strákarnir verðskuldaðir bikarmeistarar,“ segir á heimasíðu KA.

Þar segir einnig: „Stelpurnar á yngra ári 5. flokks unnu einnig sigur á liði Vals í sínum úrslitaleik, bæði lið hófu leikinn á frábærum varnarleik og var staðan 3-4 fyrir Val að loknum fyrri hálfleik. En stelpurnar okkar komu frábærlega inn í síðari hálfleikinn og tóku öll völd á vellinum. Að lokum vannst 11-8 sigur og stelpurnar hömpuðu bikarnum í leikslok.“

Bikarmeistaralið KA/Þórs, yngra ár í 5. flokki. Efri röð frá vinstri: Júlía Margrét Siguróladóttir, Lydía Björk Ragnarsdóttir, Rannveig Sara Guðmundsdóttir, Rakel Sara Jónatansdóttir, Aþena Ósk Óskardsóttir Tulinius, Brynja Hólm Baldursdóttir, Hildur Birta Stefánsdóttir og Heimir Örn Árnason þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Arney Steinþórsdóttir, Maríanna Gunnþórsdóttir, Sunna Koldís Kristinsdóttir, Elsa Kristín Egilsdóttir og Steinunn Harpa Heimisdóttir.

Stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs léku einnig til úrslita gegn Val sem fyrr segir. „Fyrirfram var vitað að við gríðarlega sterkt lið væri að eiga en stelpurnar sýndu frábæra baráttu og var leikurinn lengi vel í járnum. Valur leiddi 12-16 í hálfleik en undir lok leiks skildu leiðir og unnu Valsstúlkur að lokum 19-34 sigur,“ segir á heimasíðu KA.

Nánar hér á heimasíðu KA