KA og Völsungur hefja baráttu um titilinn

Einvígi KA og Völsungs frá Húsavík um Íslandsmeistaratil kvenna í blaki hefst í dag. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér titilinn og þar sem KA-stelpurnar urðu deildarmeistarar byrja þær á heimavelli og komi til fimmta leiks verður hann í KA-heimilinu.
Liðin mættust þrisvar í deildinni í vetur, KA vann tvo leiki en Völsungur einn:
9. október:KA - Völsungur 3:0 (25/19, 25/19, 25/19)
8. janúar:KA - Völsungur 3:2(25/20, 25/20, 14/25, 25/27, 16/14)
29. janúar:Völsungur - KA 3:0(26/24, 25/22, 25/21)
- Unbroken-deild kvenna í blaki – úrslitaeinvígi – leikur 1
KA-heimilið kl. 16.00
KA - Völsungur
Annar leikur liðanna verður á Húsavík næsta miðvikudagskvöld, 16. apríl, og sá þriðji í KA-heimilinu fimmtudagskvöldið 22. apríl.
Komi til fjórða leiks verður hann á Húsavík föstudagskvöldið 25. apríl og þurfi liðin að mætast í fimmta sinn til að knýja fram úrslit verður sú viðureign í KA-heimilinu mánudagskvöldið 28. apríl.
Karlalið KA leikur einnig til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eins og áður hefur komið fram. KA mætir Þrótti úr Reykjavík í úrslitum og verður fyrsti leikur liðanna í KA-heimilinu á morgun og hefst kl. 16.00. Liðin mættust einnig í úrslitaleik bikarkeppninnar í vetur og þar sem KA-strákarnir unnu 3:0.