Íþróttir
Stuðningsmenn KA ætla að hita upp á Ölveri
21.09.2024 kl. 09:00
Hluti stuðningsmanna á KA á bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ljóst er að þeir verða fjölmargir á Laugardalsvelli í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Úrslitaleikur bikarkeppninnar í knattspyrnu, viðureign KA og Víkings, hefst klukkan 16.00 í dag á Laugardalsvelli. Áhangendur KA eru hvattir til þess að mæta á veitingastaðinn Ölver í Glæsibæ, í nágrenni við völlinn, þar sem verður „mögnuð stuðningsmannaupphitun“ eins og segir í tilkynningu frá KA.
Upphitun KA-stuðningsmanna verður á milli kl. 13.00 og 15.00. Tónlistarmennirnir Saint Pete & Klean skemmta í Ölveri, einnig Jón Heiðar Sigurðsson og Jón Þór Kristjánsson. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Hallgrímur Jónasson þjálfari KA kemur á Ölver og greinir stuðningsmönnum frá leikplani liðsins.