Skin og skúrir hjá íþróttaliðum bæjarins
Karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí sigraði Skautafélagi Reykjavíkur í gærkvöldi í síðasta leik Hertz deildarinnar – 7:3.
SA fékk 44 stig í deildarkeppninni og var löngu búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. SA vann 14 af 16 leikjum í deildinni. SR fékk 22 stig.
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst 21. mars á Akureyri.
Sigur SA var afar öruggur; liðið komst í 4:0 og 7:1 áður en SR gerði tvö síðustu mörkin.
Hafþór Sigrúnarson skoraði tvö mörk fyrir SA, Ingvar Jónsson, Baltasar Hjálmarsson, Pétur Sigurðsson, Jóhann Leifsson og Orri Blöndal eitt hver. Mörk SR gerðu Kári Arnarsson og Akureyringar í Reykjavíkurliðinu, Ævar Arngrímsson og Heiðar Kristveigarson.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna
- Stelpurnar í fótboltaliði Þórs/KA töpuðu 3:1 fyrir Þrótti í Reykjavík í gærkvöldi í Lengjubikarkeppninni.
Leikið var í Egilshöllinni. Með sigrinum komst Þróttur í undanúrslit en Þór/KA gæti fylgt Reykjavíkurliðinu þangað; á eftir að leika við Selfoss en framhaldið veltur líka á úrslitum annarra leikja.
Sandra María Jessen skoraði fyrir Þór/KA strax á sjöundu mínútu en sex mínútum síðar jafnaði Katie Cousins fyrir Þrótt. Katla Tryggvadóttir og Sæunn Björnsdóttir bættu mörkum við fyrir Þrótt í seinni hálfleik.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna
- Þórsstrákarnir töpuðu fyrir Ármanni í 1. deildinni í körfubolta á heimavelli í gærkvöldi 88:67.
Baldur Örn Jóhannesson og Zak David Harris léku best skv. tölfræðinni en Smári Jónsson skoraði mest, 21 stig.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna
- Kvennalið Þórs í körfubolta tapaði fyrir Stjörnunni í vikunni í Garðabæ, 97:78, í toppbaráttu næst efstu deildar Íslandsmótsins.
Leikurinn var í járnum fyrstu þrjá leikhlutana, en svo stungu heimamenn af í þeim fjórða og síðasta.
- Skorið eftir leikhlutum 24:26 – 18:13 – 23:22 – 32:17
Madison Anne Sutton lék best skv. samanlagðri tölfræði en Hrefna Ottósdóttir stigahæst Þórsara með 18 stig.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna