Fara í efni
Íþróttir

Öruggur sigur og KA efst í neðri hlutanum

Hallgrímur Mar Steingrímsson lauk keppnistímabilinu með bravör; gerði tvö mörk í öruggum sigri á Fram í dag. Hér er hann í bikarúrslitaleiknum þar sem KA-menn sigruðu Víkinga. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA tryggði sér efsta sæti neðri hluta Bestu deild­ar karla í knattspyrnu með mjög öruggum sigri á Fram, 4:1, á útivelli í dag. KA endar þar með í sjöunda sæti deildarinnar og KR, sem gjörsigraði HK 7:0, í því áttunda.

Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir aðeins 15 mínútur og fjórum mínum síðar hafði Rodri komið KA í 2:0 eftir góða sendingu Hrannars Björns Steingrímssonar.

Litlu munaði að Ásgeir kæmi KA í 3:0 snemma í seinni hálfleik en Ólaf­ur Íshólm varði vel og Framarar voru sterkari fyrri hluta hálfleiksins. Tryggvi Snær Geirsson minnkaði muninn þegar 20 mín. voru búnar en 10 mín. síðar gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson þriðja mark KA með föstu skoti úr teignum og hann gerði einnig fjórða markið aðeins fjórum mín. síðar. Hallgrímur skoraði þá örugglega úr víti eftir að Kennie Chopart braut á honum.

„Virkilega ánægðir með tímabilið“

„Ég er mjög ánægður. Það stend­ur upp úr að verða bikar­meist­ar­ar í fyrsta skipti í sög­unni. Við gerðum þetta svo mjög vel eft­ir að það verð ljóst að við enduðum í neðri hlut­an­um og end­um í sjö­unda sæti. Við erum virki­lega ánægðir með þetta tíma­bil,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA við mbl.is eftir leikinn.

„Við vild­um vinna þenn­an neðri hluta og það tókst. Í staðinn fyr­ir að detta niður þá héld­um við áfram og gerðum þetta al­menni­lega all­an tím­ann. Við leyfðum líka ung­um strák­um að fá mín­út­ur og við stönd­um fyr­ir það hjá KA,“ sagði Hall­grím­ur.

Leikskýrslan

Umfjöllun mbl.is

Umfjöllun fotbolta.net