Fara í efni
Íþróttir

Nýr markvörður KA sleit hásin á æfingu

KA tilkynnti komu Rasheed fyrir tæpri viku.

Markvörðurinn Jonathan Rasheed, sem samdi fyrir skömmu til tveggja ára við knattspyrnudeild KA, sleit hásin á æfingu eftir aðeins nokkurra daga dvöl á Akureyri.

Rasheed verður því ekki leikfær í sumar miðað við það hve lengi menn eru almennt lengi að ná sér af slíkum meiðslum.

Fótboltavefur Íslands, fotbolti.net, fullyrti þetta í gærkvöldi eftir að mbl.is hafði birt frétt þar sem sagt var að Rasheed hefði að öllum líkindum meiðst á þennan hátt.

Þetta eru gífurleg vonbrigði fyrir KA og leikmanninn. Rasheed, sem er 33 ára og lék í fyrra í sænsku úrvalsdeildinni, kom til KA í stað Kristijans Jajalo og var ætlað að berjast um markmannsstöðuna við Steinþór Má Auðunsson.

Frétt fótbolta.net