Nettó áfram einn helsti styrktaraðili Þórs/KA
Nettó og kvennaráð Þórs/KA hafa endurnýjað samstarfssamning sinn en Nettó hefur um margra ára skeið verið einn helsti styrktaraðili hins sameinaða kvennaliðs Akureyrarfélaganna.
„Nettó heldur því áfram að styðja við blómlegt íþróttalíf í bænum, en Nettó hefur lagt ríka áherslu á að styðja vel við íþróttastarf á landsvísu og sér í lagi þar sem hægt er að hvetja og styðja börn og unglinga til að láta til sín taka,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Það voru Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, og Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður kvennaráðs Þórs/KA, sem undirrituðu samninginn að viðstöddum þremur leikmönnum liðsins, þegar ný verslun Nettó á Glerártorgi var opnuð á dögunum.
„Samkaup reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og rík áhersla lögð á að styðja við nærsamfélagið á hverjum stað með fjölbreyttum hætti,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.