Íþróttir
Kolbeinn stórbætti Íslandsmet sitt í 200 m
05.02.2023 kl. 15:40
Kolbeinn Höður er í fantaformi þessa dagana. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem keppir fyrir FH, stórbætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanúss í dag. Hann sigraði í greininni á Reykjavíkurleikunum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal; hljóp á 21,03 sekúndum en gamla metið setti Kolbeinn árið 2020, hljóp þá á 21,21 sekúndu.
Annar Akureyringur, Baldvin Þór Magnússon úr UFA, hljóp um helgina á besta tíma Íslendings frá upphafi í míluhlaupi innanhúss á Meyo Invitational mótinu í Bandaríkjunum. Hann hljóp vegalengdina á 3 mínútum, 57,12 sekúndum. Sjálfur átti hann besta tíma Íslendings áður - hljóp á 3:58.08 mín í fyrra.
Vert er að geta þess að Baldvin fær tímann ekki viðurkenndan sem Íslandsmet þar sem keppt var á 300 metra braut.