Fara í efni
Íþróttir

KA hefur tapað fyrstu fjórum leikjunum

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, ræðir við sína menn. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

Hroðaleg byrjun KA í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta hélt áfram í kvöld. KA-strákarnir sóttu þá Valsmenn heim að Hlíðarenda og töpuðu með 11 marka mun, 38:27.

Hvorugt lið hafði unnið leik þar til í kvöld; KA tapað þremur fyrstu en Valur tapað tveimur og gert eitt jafntefli.

Jafnræði var með liðunum framan af leik í kvöld en Valsmenn stungu af þegar líða tók á fyrri hálfleikinn. Átta mörkum munaði að honum loknum, staðan 20:12 í hálfleik. KA-menn náðu að minnka muninn í sex mörk þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en þá stigu Valsarar á bensíngjöfina á ný og stungu af.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 7 (6 víti), Logi Gautason 5, Einar Birgir Stefánsson 4, Dagur Árni Heimisson 3 (1 víti), Patrekur Stefánsson 2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 2, Kamil Pedryc 2, Daði Jónsson 1, Ott Varik 1.

Varin skot: Bruno Bernat 7 (1 víti) 19,4% – Nicolai Horntvedt Kristensen 2, 18,2%.

Öll tölfræði leiksins

Umfjöllun handboltavefs Íslands, handbolti.is:

Valsmenn risu upp á afturfæturna

Staðan gæti verið erfiðari