Íþróttir
Handboltalið KA fær HK í heimsókn í kvöld
01.02.2024 kl. 15:00
Otto Varik og félagar í KA taka á móti HK í kvöld. Hér svífur Varik inn úr horninu í síðasta heimaleik KA í deildinni þegar Selfyssingar komu í heimsókn í desember. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson
KA fær HK í heimsókn í kvöld í Olís deild karla í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Keppni í deildinni hefst þá á ný að loknu sex vikna hléi vegna jólahátíðarinnar og Evrópumótsins sem er nýlokið í Þýskalandi. Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld og viðureignin í KA-heimilinu hefst kl. 19.00.
Að loknum 13 umferðum er KA í áttunda sæti með 10 stig en HK í 10. sæti með sjö stig.
Enn eru níu umferðir eftir af deildarkeppninni en að henni lokinni hefst átta liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.
Smellið hér til að sjá stöðuna í Olísdeildinni.