Fara í efni
Íþróttir

Baldvin Þór: Frábær reynsla og mikilvæg

Baldvin Þór Magnússon á Akureyri í fyrrasumar áður en hann tók þátt í Meistaramóti Íslands í fyrsta skipti. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Bald­vin Þór Magnús­son hafnaði í 14. sæti í úr­slit­um í 3.000 metra hlaupi á heims­meist­ara­mót­inu í frjálsíþrótt­um inn­an­húss í Belgrad í Serbíu í gær, eins og Akureyri.net greindi frá.

„Þetta er búin að vera frá­bær reynsla og mjög mik­il­væg upp á framtíðina, að læra á hvernig þetta allt er og fá að upp­lifa þetta. Að fá að finna hvernig það er að kom­ast í úr­slit og svo að finna hvernig það er að keppa í úr­slit­um. Þetta var reynsla sem ég læri af,“ segir Bald­vin Þór í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

„Undanúr­slit­in voru bara keppni lífs míns og svo er erfitt að koma til baka tveim­ur dög­um seinna og reyna að gera það sama aft­ur. Þeir sem voru að keppa eru sterk­ari en ég og ná betri end­ur­heimt eft­ir svona keppni, þeir geta keppt aft­ur tveim­ur dög­um seinna. Ég var ekki með það í dag [í gær] enda var ég enn þá með fyrra hlaupið í löpp­un­um,“ segir hann í blaðinu.

Smellið hér til að lesa tilvísunarfrétt á mbl.is