Fara í efni
Íþróttir

50.000 króna sekt vegna framkomu starfsmanns

Árni Bragi Eyjólfsson reyndist sínum gömlu félögum í KA erfiður í umræddum leik og gerði 12 mörk.

Aganefnd HSÍ hefur sektað handknattleiksdeild KA um 50 þúsund krónur vegna framkomu starfsmanns deildarinnar í garð dómara á leik KA og Aftureldingar sem fram fór í KA-heimilinu á dögunum. Þetta kemur fram á handboltavef Íslands, handbolti.is. Þar segir að KA-menn hafi viðurkennt framkomu starfsmannsins og beðist afsökunar á henni.

Nánar hér á handbolti.is