Fara í efni
Fréttir

Vilhelm flytur 350 tonn af strandblakssandi!

Sandurinn í sekkjum á hafnarbakkanum í Danmörku í morgun. Ljósmynd: N4

Vilhelm Þorsteinsson EA 11, hið nýja skip Samherja, sem von er á til heimahafnar á Akureyri í næstu viku, kemur með óvenjulegan farm til landsins. Í morgun voru hífð um borð 350 tonn af sandi sem notaður verður í strandblaksvelli hér heima!

Karl Eskil Pálsson, fréttamaður, segir frá þessu á vef N4. Karl hefur verið í Skagen í Danmörku síðustu daga ásamt Árni Rúnari Hrólfssyni kvikmyndatökumanni. Þeir vinna að þætti um Vilhelm sem sýndur verður á N4 annan í páskum. Er þetta gert þar sem ekki verður mögulegt, vegna sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana, að leyfa almenningi að fara um borð í skipið til að skoða, eins venjan er hjá Samherja.

Fréttin á N4