Fara í efni
Fréttir

Vikulegir pistlar frá Skógræktarfélaginu

Ungar reyniplöntur í uppeldi í Sólskógum. Ljósmynd: Sigurður Arnarson.

Síðustu misseri hafa mjög áhugverðir og skemmtilegar pistlar birst vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga þar sem Sigurður Arnarson fjallar um Tré vikunnar. Orðið hefur að samkomulagi að Akureyri.net birti hluta hvers pistils í því skyni að vekja frekari athygli á þeim.

Fyrsti pistill ársins, sem birtist í morgun, fjallar um hinar aðskiljanlegustu náttúrur reynitrjáa.

Sigurður skrifar:

„Öldum saman hefur fólk talið að náttúran búi yfir fjölbreyttum teiknum og stórmerkjum. Svo virðist vera sem reynitré, Sorbus aucuparia, skipi þar eins konar heiðurssess. Á tegundinni hefur lengi verið allskonar átrúnaður, bæði hérlendis og erlendis. Fólk hefur tengt hann við hvers kyns hindurvitni af óvenjumiklum dugnaði og natni víða um Evrópu. Að auki er reynirinn ein af örfáum trjátegundum sem talið er að hafi vaxið á Íslandi við landnám. Því kemur ekki á óvart að reynirinn kemur víða við í varðveittum sögum hér á landi. Í þessum pistli skoðum við nokkrar heimildir um þetta stórmerkilega töfratré og notkun þess og tengsl við andaheima.“

Smellið hér til að lesa fyrsta pistil Sigurðar á nýju ári.