Fara í efni
Fréttir

Nemendur HA kynna sér starfsemi Samherja

Meistaranemar í HA við fiskvinnslu ÚA á Akureyri.

Um 40 nemendur af þremur námsleiðum við Háskólann á Akureyri hafa síðustu vikur verið í vettvangsferðum hjá Samherja. Námsleiðirnar eru sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg og meistaranám í stjórnun sjávarauðlinda.

Á vef Samherja er haft eftir Herði Sævaldssyni lektor og deildarformanni Auðlindadeildar við Háskólann á Akureyri að það séu mikil þægindi að geta skotist í slíkar vettvangsferðir í næsta nágrenni við skólann. Sérlega fróðlegt hafi verið að rekja ferli hráefnis frá vel búnu fiskiskipi í gegnum hátækni fiskiðjuver.

„Samherji og Háskólinn á Akureyri hafa um langt árabil haft með sér samstarf. Námið í fyrrgreindum námsleiðum samanstendur af fyrirlestrum, vettvangsferðum í fyrirtæki og verklegum æfingum. Á þriðja tug sjávarútvegsfræðinga starfa hjá Samherja og tengdum félögum, lang flestir þeirra stunduðu námið við Háskólann á Akureyri,“ segir á vef Samherja.

Nánar hér á vef Samherja.