Fara í efni
Fréttir

Jólasöngvar í Akureyrarkirkju

Mynd: Eyþór Ingi Jónsson

Árlegir Jólasöngvar Akureyrarkirkju verða í kirkjunni í dag kl. 17.00. Kór Akureyrarkirkju ásamt Eldri barnakór Akureyrarkirkju flytja fjölbreytta og fallega aðventu- og jólatónlist, að því er segir á vef kirkjunnar. Organistar og stjórnendur eru Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson. Meðleikari á píanó er Una Haraldsdóttir. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin, segir í tilkynningunni.