Fara í efni
Fréttir

Drift EA er vegferð inn í framtíðina

Gleðistund í gær! Frá vinstri: Kristján Vilhelmsson, Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Þór Júlíusson. Mynd: Skapti Hallgrímsson

„Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem frumkvöðlum býðst langtímastuðningur í formi aðstöðu, fjármagns og sérsniðinnar ráðgjafar á einum stað,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunarfélagsins Driftar EA á Akureyri, sem tók formlega til starfa í gær við hátíðlega athöfn.

  • Á morgun, laugardaginn 14. desember, verður opið hús hjá Drift frá klukkan 13.00 til 17.00, á sama tíma og jólatorgið verður opið á Ráðhústorginu.
  • Sesselja hvetur alla sem vettlingi geta valdið að líta við og kynna sér spennandi starfsemi félagsins.

Stofnendur Driftar eru Samherjafrændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Starfsemi Driftar er í Landsbankahúsinu við Ráðhústorg sem nú er í eigu Kaldbaks, sjálfstæðs fjárfestingafélags í eigu Samherja.

Sesselja segir að DriftEA hafi þegar valið 14 hugmyndir inn í svokallað Slipptöku og muni í framhaldinu velja verkefni áfram í sérsniðið prógramm sem kallast Hlunnur

Frændurnir Þorsteinn Már og Kristján „skutu“ starfseminni af stað með bravör í gær!

Drift hefur gert samstarfssamning við Sting, eitt árangursríkasta stuðningsnet Svíþjóðar, sem hefur náð 67% árangri með verkefni sín á 22 ára ferli. Sex öflug fyrirtæki á svæðinu ásamt Háskólanum á Akureyri munu veita frumkvöðlum og nýsköpunarhugmyndum stuðning, auk þess sem sérstakir þjálfarar munu aðstoða frumkvöðla við að ná settum markmiðum, að sögn Sesselju. „Drift EA er ekki bara bygging – heldur vegferð inn í framtíðina og vettvangur þar sem nýsköpun og framþróun munu dafna á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir Sesselja Barðdal.

Vefur Driftar EA

Fjöldi fólks var viðstaddur þegar Drift var ýtt úr vör í gær. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá samkomunni.