Fara í efni
Þór/KA

Gríðarleg spenna og KA bikarmeistari

Paula Del Olmo Gomez í viðtali við RÚV strax eftir að bikarmeistaratitillinn var í höfn. Tilkynnt var meðan á viðtalinu stóð að hún hefði verið valin maður leiksins, hún komst við og það var eins og dóttir Ariel reyndi að hugga móður sína! Skjáskot af RÚV.

Kvennalið KA varð bikarmeistari í blaki í dag eftir 3:2 sigur á liði HK í úrslitaleik Kjöríssbikarkeppninnar í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Tvöfaldur sigur KA var þar með í höfn því karlalið félagsins varð bikarmeistari fyrr í dag, eins og Akureyri.net greindi frá.

KA komst í 2:0; vann fyrstu hrinuna 25:18 og þá næstu 25:17 eftir ótrúlega sveiflu; HK byrjaði mun betur í hrinunni, komst í 11:3 en þá hrukku KA-stelpurnar í gang og gerðu 12 stig í röð! Staðan þá orðin 15:11 þeim í hag og hrinan endaði 25:17.

Margir héldu að þar með væru möguleikar HK úr sögunni en svo var aldeilis ekki. Kópavogsliðið gerði sér lítið fyrir og vann tvær hrinur í röð,  25:22 og 26:24, staðan þar með orðin 2:2 þannig að grípa varð til oddahrinu. Í henni hafði KA betur, 15:12, og mikill fögnuður braust út í Digranesi þegar ljóst var að báðir bikararnir í meistaraflokki yrðu vistaðir í KA-heimilinu næsta árið.

Paula Del Olmo Gomez gerði 16 stig fyrir KA í dag og Julia Bonet Carreras 15.

  • Rætt var við KA-konurnar Lovísu Rut Aðalsteinsdóttur og Paula Del Olmo Gomez í beinni útsendingu RÚV eftir sigurinn. Smellið hér til að sjá umfjöllunina og viðtölin.

Tölfræði úr leiknum

Bikarmeistarar KA í blaki kvenna í dag ásamt stuðningsmönnum í Digranesi. Mynd af Facebook síðu KA: