Fara í efni
Þór

Vilhelm Ottó og Nökkvi semja til næstu ára

Mynd af heimasíðu Þórs

Knattspyrnudeild Þórs hefur endurnýjað samninga við Vilhelm Ottó Biering Ottósson og Nökkva Hjörvarsson. Þetta kemur fram á vef félagsins í dag.

Vilhelm Ottó, sem fæddur er árið 2002, gerir samning til ársins 2025. Vilhelm Ottó hefur leikið 24 leiki fyrir Þór í deild og bikar; lék 16 leiki í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Vilhelm er uppalinn í Þór en hefur einnig leikið með Dalvík/Reyni í meistaraflokki.

Nökkvi, fæddur árið 2006, gerir samning til ársins 2026. Nökkvi er á miðári í 2. flokki en hefur leikið tvo leiki í Lengjudeildinni með Þór. Rifjað er upp á heimasíðu Þórs að Nökkvi skoraði mikilvægt sigurmark á lokamínútunum í 3:2 sigri Þórs á Ægi í 16. umferð í sumar. Hann missti svo af lokakafla tímabilsins eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í leik með 2. flokki.