Fara í efni
Þór

Þórsarar steinlágu og eru farnir í sumarfrí

Frá leik ÍR og Þórs í kvöld þar sem Reykvíkingarnir höfðu yfirburði. Mynd: Sara Skaptadóttir

Vængbrotnir Þórsarar áttu enga möguleika gegn ÍR-ingum í kvöld í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji og síðasti leikur liðanna í undanúrslitum.

ÍR hafði unnið tvo fyrstu leikina og ljóst var strax á upphafsmínútunum á heimavelli liðsins í Reykjavík í kvöld hverjar lyktir yrðu. ÍR náði snemma öruggri forystu og sigraði með 55 stiga mun, 117:62

  • Skorið eftir leikhlutum: 22:13 – 30:12 – 52:25 – 32:14 – 33:23 – 117:62

Miðherji Þórsliðsins, Jason Gigliotti, nef- og handarbrotnaði á æfingu í vikunni eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag. Án hávaxnasta leikmannsins var von Þórsara því sem næst engin.

Helsta tölfræði Þórsara:

  • Harrison Butler 13 stig – 12 fráköst – 4 stoðsendingar
  • Reynir Róbertsson 11 – 5 – 2
  • Róbert Orri Heiðmarsson 11 – 5 – 3
  • Smári Jónsson 10 – 4 – 1
  • Baldur Jóhannesson 8 – 10 – 2
  • Andri Már Jóhannesson 4 – 2 – 0
  • Arngrímur Alfreðsson 2 – 0 – 0
  • Páll Nóel Hjálmarsson 3 – 2 – 0

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.

Þórsarar eru þar með farnir í sumarfrí. Sindri frá Hornafirði sigraði Fjölni í kvöld í Reykjavík, vann þar með hitt undanúrslitaeinvígið 3:0 og ÍR og Sindri mætast því í úrslitarimmu um sæti í efstu deild næsta vetur.