Fara í efni
Þór

Þórsarar hefja leik í bikarkeppninni

Aron Ingi Magnússon, til vinstri, og Fannar Daði Malmquist Gíslason fagna marki þess fyrrnefnda í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins gegn KA á dögunum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þór tekur á móti KFA (Knattspyrnufélagi Austfjarða) í Boganum í dag í 2. umferð bikarkeppni Knattspyrnusambandsins, Mjólkurbikarkeppninni. Þetta er frumraun beggja í keppninni í ár. Flautað verður til leiks klukkan 15.00.

KFA leikur í 2. deild Íslandsmótsins, deild neðar en Þórsarar sem leika í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins. Þórsurum hefur gengið vel í vetur og vor, sigruðu í sínum riðli í Lengjubikarkeppninni og töpuðu naumlega fyrir Breiðabliki í undanúrslitum sem sigruðu síðan ÍA örugglega í úrslitaleiknum.

KFA lék í B-deild Lengjubikarkeppninni, varð efst í sínum riðli en undanúrslitin eru ekki á dagskrá fyrr en um næstu helgi.