Fara í efni
Þór

Þór tekur á móti Gróttu í Lengjudeildinni í dag

Rafael Victor skorar í 3:0 sigri á Gróttu í bikarkeppninni á Seltjarnarnesi í apríl. Hann gerði tvö mörk í leiknum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þór fær Gróttu í heimsókn í Lengjudeildinni í knattspyrnu í dag. Leikur liðanna hefst á Þórsvellinum (VÍS-vellinum) klukkan 18.00.

Liðin eru bæði með 10 stig, Þór eftir níu leiki en Grótta að loknum 10 leikjum. Mikið er í húfi fyrir Þórsara sem endranær, þrjú dýrmæt stig í boði og með sigri kæmist liðið upp í miðja deild.

Leikurinn er liður í 11. og í síðustu umferð Lengjudeildarinnar, þeirri síðustu í fyrri hluta deildarinnar og liðin eigast því við á Seltjarnarnesi í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í haust, áður en liðin í 2. til 4. sæti hefja umspil um eitt laust sæti í Bestu deildinni næsta sumar.

Liðin hafa mæst einu sinni í sumar, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. Sá leikurin fór fram á Seltjarnarnesi í lok apríl og Þórsara unnu öruggan 3:0 sigur. Rafael Victor gerði fyrstu tvö mörkin og Fannar Daði Malmquist Gíslason það þriðja.