Þór
Þór sækir ÍR heim í dag í Lengjudeildinni
30.06.2024 kl. 14:30
Sigfús Fannar Gunnarsson skorar fyrir Þór gegn Dalvík/Reyni í vikunni. Rafael Victor, lengst til hægri, skallaði boltann í stöng og Sigfús Fannar náði frákastinu. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar mæta ÍR-ingum í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, á ÍR-vellinum í Reykjavík. Leikurinn hefst klukkan 16.00.
Lið Þórs vann öruggan sigur á Dalvíkingum, 3:1, á útivelli í vikunni og ÍR sigraði Gróttu með sömu markatölu, einnig á útivelli.
ÍR er í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig að loknum níu leikjum en Þór í níunda sæti með níu stig, eftir átta leiki. Með sigri í dag færu Þórsarar því upp að hlið ÍR-inga.
Heil umferð er í deildinni í dag:
- Fjölnir - Grótta
- Dalvík/Reynir - Leiknir
- ÍR - Þór
- ÍBV - Keflavík
- Njarðvík - Afturelding
- Þróttur R - Grindavík
Leikur ÍR og Þórs verður í beinni útsendingu á youtube rás Lengjudeildarinnar eins og aðrir. Smellið hér til að horfa.
Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni