Fara í efni
Þór

Þór og Fjölnir gerðu jafntefli í lokaleiknum

Fannar Daði Malmquist Gíslason glaður í bragði að leikslokum. Hann gerði mark Þórs í leiknum. Mynd af heimasíðu Þórs.

Þór og Fjölnir gerðu 1:1 jafntefli í síðasta leik 3. riðils A-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu í gær. Leikið var í Boganum. Úrslitin skiptu ekki máli upp á stöðuna því Þórsarar höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og mæta Breiðabliki í undanúrslitum mótsins á fimmtudaginn. Sá leikur verður í Boganum.

Fannar Daði Malmquist Gíslason kom Þórsurum yfir á 30. mín. Tvennt annað markverðast úr fyrri hálfleik er að tveir leikmenn voru reknir út af; Ragnar Óli Ragnarsson varnarmaður Þórs fékk rautt spjald skömmu eftir mark Fannars og í lok hálfleiksins fékk Fjölnismaðurinn Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson að líta gula spjaldið öðru sinni og þar með rautt. Baldvin Þór Berndsen jafnaði fyrir Fjölni þegar 20 mín. voru eftir af leiknum.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Smellið hér til að sjá lokastöðuna í riðlinum.