Fara í efni
Þór

Lengjudeildin: Þór mætir Leikni í Reykjavík í dag

Aron Birkir Stefánsson og félagar í Þór mæta Leiknismönnum í Reykjavík í dag. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason

Þórsarar sækja Leiknismenn heim í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 16.00 á Domusnovavellinum við Austurberg í Breiðholti.

Þór er með 19 stig að loknum 18 leikjum og er enn í fallhættu. Leiknir er sæti neðar með 18 stig, einnig eftir 18 leiki. Fyrir neðan Leikni eru botnliðin tvö, Dalvík/Reynir og Grótta, bæði með 13 stig. Grótta tapaði fyrir Njarðvík í gær en Dalvík/Reynir fær Grindavík í heimsókn í dag.

Fyrir ofan Þór eru Þróttur með 23 stig og Grindavík með 21.

Þórsarar hafa unnið fjóra leiki í sumar en gert sjö jafntefli og tapað sjö leikjum. Þeir eiga fjóra leiki eftir í deildinni:

Í dag
LEIKNIR - ÞÓR

Laugardag 31. ágúst
ÞÓR - ÍR

Sunnudag 8. september
ÞÓR - DALVÍK/REYNIR

Laugardag 14. september
GRÓTTA - ÞÓR