Fara í efni
Þór

Fjórir fengu gullmerki Þórs á afmælisdaginn

Fjórum var veitt gullmerki Íþróttafélagsins Þórs á fimmtudaginn, þegar haldið var upp á 109 ára afmæli félagsins á samkomu í félagsheimilinu Hamri.

Félagið var stofnað 6. janúar árið 2015.

Nýjustu gulldrengirnir fjórir eru á myndinni að ofan ásamt Nóa Björnssyni, formanni Þórs. Frá vinstri: Tryggvi Gunnarsson, Ingólfur Borgar Hermannsson, Reynir Hjartarson, Gísli Bragi Hjartarson og Nói Björnsson.

Í afmælisveislunni var 99 veitt bronsmerki Þórs og 13 hlutu silfurmerki félagsins.

Þau fengu silfurmerki Þórs; Erla Bryndís Jóhannsdóttir, Ármann Pétur Ævarsson, Árni Páll Halldórsson, Eyjólfur Magnússon og Bjarni Sigurðsson.

Þau fengu silfurmerki Þórs. Frá vinstri: Sandra María Jessen með dóttur sína, Ellu Ylví Küster, Þóra Pétursdóttir, Helga María Sigurðardóttir, Íris Ragnarsdóttir Ingi Björnsson og Hildur Ýr Kristinsdóttir. Auk Þórsaranna á myndunum tveimur hér að ofan hlutu Hallldór Kristinn Harðarson og Elma Eysteinsdóttir silfurmerki Þórs, en voru ekki viðstödd.

  • Smellið hér til að sjá fjölda mynda Ármanns Hinriks úr afmælisveislunni.

Þrír „gamlir og góðir“ Þórsarar, Þórarinn B. Jónsson, Benedikt Guðmundsson og Bjarni Jónasson.