Fara í efni
Þór

Bikarævintýrinu lauk með silfri – MYNDIR

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu fyrir Keflvíkingum í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta í Laugardalshöll á laugardag eins og Akureyri.net greindi frá. Eftir hetjulega baráttu, frábæra frammistöðu í undanúrslitaleiknum gegn Grindavík á miðvikudaginn og gríðarlega stemningu í kringum liðið undanfarna daga hittu Þórsstelpurnar fyrir ofjarla sína, besta lið landsins á góðum degi. Keflvíkingar sigruðu Þór 89:67 og hömpuðu bikarnum. Skapti Hallgrímsson ritstjóri Akureyri.net var í Laugardalshöllinni á laugardag og myndavélin með í för.