Fara í efni
Þór

Ævintýraendir og Þór vann „toppslaginn“

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Þórsarar komust í 3:2 og aftur var fagnað innilega eftir að Sigfús Fannar Gunnarsson gerði fjórða markið þegar þessi mynd var tekin. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar sigruðu Aftureldingu 4:2 í ótrúlegum leik í Boganum í dag, í 2. umferð næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar.

Fyrir mót var Aftureldingu spáð efsta sæti deildarinnar og Þórsurum öðru sæti en bæði lið gerðu aðeins jafntefli í fyrstu umferð svo mikið var í húfi.

Áhorfendur voru varla sestir þegar Afturelding gerði fyrsta mark leiksins og gestirnir komust í 2:0 á áttundu mínútu. Lygileg byrjun.

Þór minnkaði muninn á 19. mín. en jafnaði ekki fyrr en um stundarfjórðungur var eftir. Þórsarar höfðu þá verið einum fleiri í 25 mín. eftir að varnarmanni Aftureldingar var sýnt rautt spjald og þar með vikið af velli. Annar leikmaður liðsins fékk að líta rauða spjaldið þegar komið var í uppbótartíma, strax eftir aukaspyrnuna sem dæmd var komust Þórsarar í 3:2 og fjórða markið gerðu þeir um það bil einni mínútu síðar.

Hafi byrjun leiksins verið lygileg var lokakaflinn einhvers konar ævintýri.

Nánar í kvöld