Fara í efni
Það er alltaf þriðjudagur

„Yesterday“ – Allt getur breyst á augabragði

Nýr þáttur af hlaðvarpinu, Það er alltaf þriðjudagur í umsjón Péturs Guðjónssonar, er kominn út. Þættirnir koma út vikulega og birtir Akureyri.net útdrátt og slóð á nýjasta þáttinn á hverjum þriðjudegi.

Í þessari viku vitnar Pétur í Bítlalagið Yesterday, um skyndilegar breytingar sem geta orðið í lífinu og að allt getur breyst á augabragði. Út frá þeim vangaveltum þróast spjallið út í nægjusemi og hvernig vandamál okkar geta jafnvel verið sjónarmið, frekar en vandamál,“ segir hann.

Þegar við stöndum frammi fyrir til dæmis því að missa heilsuna, þá skiptir lægðin yfir landinu eða há verðbólga mun minna máli,“ segir Pétur og bætir við: Eins og alltaf eru þetta vangaveltur sem eiga mörg sjónarmið og lausnin á lífsgátunni er ekki að finna í þættinum. Vekur þó mögulega upp ný sjónarhorn.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.