Pétur á þriðjudegi og aðventan langa
Þáttur númer 23 af hlaðvarpi Péturs Guðjónssonar; Það er alltaf þriðjudagur, er kominn út. Eins og vanalega birtir Akureyri.net útdrátt úr þættinum.
Í þessari viku er litið til aðventunar sem senn gengur í garð. Pétur ræðir um neysluhyggju okkar, um kvíðann sem getur dunið yfir þegar jólin nálgast, jólakvíðann. Pétur segir: Það þarf að finna réttu gjafirnar og standa sig í jólaboðum en svo þarf líka að huga að heilsunni og réttu buxnastærðinni. Hún getur verið breytileg ef þú ætlar til dæmis að smakka alla jólabjórana sem koma á markaðinn. Eða fara á öll jólahlaðborðin sem eru í boði á svæðinu.
Svo getur aðventan, þegar margir viðburðir eru í boði, kallað á svokallað fomo (fear of missing out) sem í hinum ágæta sjónvarpsþætti Kappsmáli er þýtt sem útundanótti.
Er aðventan farin að teygja sig full mikið inn í nóvember með til dæmis jólalögum, öli og matarveislum?
Smellið hér til að hlusta á þáttinn.