Hvað er svona merkilegt við það?
Pétur Guðjónsson hefur birt 18. þáttinn af pistlavarpi sínu, Það er alltaf þriðjudagur, og eins og áður birtir Akureyri.net útdrátt úr þættinum.
Í þessari viku er grein sem birtist á Akureyri.net í janúar sl.að mestu umfjöllunarefnið. Þar var fjallað um málefni sem þá voru í fréttum og fjölluðu um karla í samskiptum við konur. „Líka um að konur gætu ekki þetta eða hitt,“ segir hann.
Pétur vitnar í ýmislegt sem í gegnum tíðina hefur þótt kerlingalegt að gera eða ýmislegt sem karlar eiga að gera en konur geta ekki. Til dæmis að fyrir 25 árum hafi börnin hans verið spurð hvort mamma þeirra hafi bakað heimabakaða brauðið, en þá hafi þótt skrítið þegar þau svöruðu; „Nei, pabbi bakaði það.“
Pétur segir: Megininnihald þáttarins er: Hann, hán, kvár, hún eða hvað sem þú skilgreinir þig, allir geta borið áburðarpoka eða lakkað neglur.
Smellið hér til að hlusta á þátt Péturs