Pétur veltir fyrir sér íslenska sumrinu
Íslenska sumarið er umfjöllunarefnið í þriðja þætti hlaðvarpsins, Það er alltaf þriðjudagur, í umsjón Péturs Guðjónssonar. Þættirnir, pistlar í hlaðvarpsformi, koma alla þriðjudaga á streymisveitur og Akureyri.net birtir þá útdrátt úr þætti vikunnar.
Pétur segir: Þessi tími, þegar birtan er allsráðandi, mögulega ágætis veður og við förum í fríið, er okkur ákaflega mikilvægur og skal nýtast vel.
Þó er ekki þar með sagt að það takist alltaf að nýta sumarið vel og miklar væntingar til sumarsins verða stundum að vonbrigðum.
Til dæmis:
- Það fer öll rútína úr skorðum og við missum tökin á mataræðinu og hreyfingunni, sem gerir að verkum að vigtin fær að fjúka út í horn.
- Já rútínan, börnin fara aldrei að sofa.
- Fullt af ferðamönnum sem kunna ekki að keyra.
- Lúsmý.
- Þú ert alltaf að missa af þessum örfáu góðviðrisdögum og ert með sífeldan ótta að sumarið renni frá þér.
Í pistlinum, sem Pétur vill taka fram að sé ekki endilega hans upplifun á sumrinu, er dregin upp þessi eftirvæntingafulla sýn okkar á sumarið.
En þetta er auðvitað misjafnt og ekki nema eðlilegt að væntingastuðullinn sé hár, þegar við hugsum dreymandi um sumartímann í svartasta skammdeginu og skítakulda flesta mánuði ársins, segir hann.
Hægt er að hlusta á þáttinn hér:
https://open.spotify.com/episode/3FYrno9CCcJshDCIn8VPzS?si=h7yfAed8S2yOGrir0fyClA